Leita í fréttum mbl.is

Update

Góðan daginn drengir mínir kærir.

Æfingaplan vikunnar er sem hér stendur:
Þriðjudag, Miðvikudag og fimmtudag æfingar kl. 22 útá gervigrasi.
Leiknum á móti Keppnísh hefur verið frestað fram á sunnudag.

Höfum þrjár æfingar fram að næsta leik. Þrisvar sem menn geta aukið aðeins líkurnar á því að við vinnum þessa möðerfökkera, dottið í bolta, losað sig við gleði helgarinnar úr líkamanum, klappað aðeins boltanum.
Þangað til í kvöld. Sæsæsæsælar!


Eru Ernirnir brandari ársins?

Ernirnir voru stofnaðir af þrem ástæðum.

1. Eigið egóflipp
2. Halda vinahópnum saman.
3. Losa okkur við allt það sem hefur einkennt Gróttu og knattspyrnuferil okkar flestra: Sýna það að við séum ekki jafn lélegir og misvitrir þjálfarar hafa haldið í gegnum tíðina sem létu okkur í B-liðið. Losa okkur við þetta ömurlega Gróttu-syndrom. Að skíttapa öllum leikjum, jafnvel þó við séum betri (og vera einhverveginn samt alveg sama).

Eftir seinasta leik á móti BYGG talaði Bergur Gunnarsson um að sá leikur hefði verið svoldið smitaður af þessu Gróttusyndromi. Ég þoldi hann ekki þegar hann sagði þetta. Af því ég vissi að þetta var hárrétt hjá honum. Við töpuðum leik sem við áttum ekki að tapa. Á móti mönnum sem voru lélegri en við. En við töpuðum honum samt.

Í kvöld var annar leikur sem tapaðist.

Við eigum ekki að tapa á móti þessum liðum en við gerum það samt.

Á þessum tímapunkti er eðlilegt að menn spyrji sig; af hverju er ég að þessu? Hvert erum við eiginlega að stefna? Á botninn?

Já, með sama áframhaldi þá endum við á botninum. Búnir að tapa tvem leikjum í röð og eigum erfitt prógram eftir.

Ætlum við að klára þetta verkefni eða ætlum við að gefast upp? Gangast við því að vera svo miklir aumingjar að geta ekki einu sinni staðið sig í lélegasta riðli utandeildarinnar á Íslandi? Að knattspyrnuhæfileikarnir séu af svo gífurlega skornum skammti að við séum þeir alverstu á meðal þeirra verstu? Að viðurkenna það fyrir sjálfum okkur að allir þjálfararnir sem völdu okkur ekki í lið hafi haft rétt fyrir sér?

Líti hver í sinn barm.

Allir leikmenn verða að átta sig á því að ef þetta heldur áfram erum við að setja stóran aumingjastimpil á ennið á okkur.

Hvað get ég gert sem leikmaður og liðsfélagi til að snúa við blaðinu?
Gallinn við hópíþróttir er sá að ef að liðið þitt tapar þá er það þér að kenna. Það skiptir ekki máli þó þú spilaðir vel. Liðið tapaði samt. Og ef þú varst ekki með...Vá. Þá ertu enn verri en aumingjarnir sem voru inná vellinum. Menn verða að axla ábyrgð. Mæta á æfingar, leggja sig fram, sýna það í verki að þeim sé ekki sama. Við erum allir Ernir. Við erum allir í liðinu sem tapar.

Ég held hinsvegar að okkar galli sé ekki sá að við séum lélegri fótboltamenn en hinir. Ég held að okkur skorti agan, ákveðnina og viljann.

Staðan:
1. FC Ice 11 stig
2. BYGG 11 stig
3. Henson 10 stig
4. G&T 9 stig
5. Áreitni 9 stig
6. FC Keppnis 7 stig
7. Ernirnir 6 stig
8. RC Collins 4 stig
9. Boutros Ghali 3 stig
10. St. Styrmir 0 stig

Við erum staddir á vendipunkti sumarsins. Ætlum við að halda áfram að að kvitta undir eigin getuleysi eða ætlum við að gera það sem lagt var upp með. Við eigum enn möguleika. Það er stutt í toppinn og við eigum leiki eftir á móti þrem liðum fyrir ofan okkur. Liðum sem eru líklega sterkustu liðin í riðlinum. FC Ice, FC Keppnis og Henson.

Næsti leikur er á móti FC Keppnis, miðvikudaginn 8. ágúst.

Ég ætla ekki að koma með einhver slagorð eins og ,,við vinnum þann leik", ,,við tökum þá". Eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Því eins og staðan er núna bendir allt til þess að við töpum þeim leik með tilþrifum. Töpum líka á móti FC Ice, Henson og RC Collins. Gerum okkur grein fyrir stöðunni. Við erum í skítnum. Ætlum við að rífa okkur upp eða vera þar áfram?

Næsta æfing er á þriðjudaginn kl. 22. Frá og með þeirri æfingu eru átta dagar í næsta leik.

Þriðjudagur kl. 22
Miðvikudagur Frí
Fimmtudagur kl. 22
Föstudagur/Laugardagur/Sunnudagur/Mánudagur. Einhverjir fara útúr bænum. Hinir munu æfa eins og vitleysingar á meðan. Tímasetningar koma síðar.
Þriðjudagur kl. 22
Miðvikudagur FC Keppnis

Mögulega mun síðan koma inn æfingaleikur á móti 2. flokki eða einhverntímann á þessum átta dögum.

Púntar fram að næsta leik:
1. Skyldumæting á allar æfingar.
2. Eftir æfingar setjast menn niður, teygja, taka því rólega í amk fimm mínútur áður en þeir koma sér.
3. Ekkert hálfkák og djöfulsins kjaftæði.

Kristinn


Æfingaplan og rukkun

Sælir drengir

Æfingaplan vikunnar:
Þri kl. 22 Lindó (förum á gervigrasið ef það mæta voðalega margir)
Mið kl. 22 Gervigras
Fim FRí
Fös FRí
Lau kl. 16 Gervigras
Sun kl. 21 Ernirnir vs. Boutros Ghali

Skyldumæting á allar æfingar. Þá sérstaklega laugardagsæfinguna, og þá sérstaklega miðvikudagsæfinguna.

Síðan vill ég í seinasta skipti ítreka við þá sem eiga eftir að borga. Þeir sem ekki verða búnir að borga, spila ekki á sunnudag.

Þeir sem eiga eftir að borga:

Hlynur 4000kr
Brynjar 4000kr
Jónki 4000kr
Kristján 8500kr
Frændi 9000 kr
Hemmi 4000kr
Gummi 5500kr
Helgi 10.000kr
Dóri 10.000kr

Aðrir(nýir) eru á örlítið meiri séns.

Ég er orðinn hundleiður á að rukka þetta og treysti því að þetta sé í seinasta sinn sem ég þurfi að rukka ofangreinda menn.

Ef allir borga, þá stefnir allt í að við getum klárað sísonið með trompi með Arnarskralli í boði okkar sjálfra.

Kristinn


Æfingaplan vikunnar

Jæja drengir mínir hér er æfingaplan vikunnar:

Mán 20 - Gervigras
Þri 20 - Gervigras
Mið FRÍ
Fim 20 - Grasvöllur
Fös 18 - Lindó (Léttur bolti)
Lau 16 - Grasvöllur

Síðan vill ég nýta tækifærið og ítreka við þá sem eiga eftir að borga einhverja þúsundkalla að borga. Endilega drífið ykkur í þessu drengir mínir. Vill vera búinn að fá þennan pening í seinasta lagi á þriðjudag.

Reikningsnúmerið er:
101-05-269447
kt. 2312874189

Sé ykkur drengir mínir,
Kristinn


Tveggja daga stríðið

I hluti.
2. fl. Gróttu vs. ERNIRINR

Leikur 2. flokks Gróttu og okkar ástkæru Arna fór fram á gervigrasi Gróttu kl. 19.30. 2.fl Gróttu.

Stórkostlegur sigur Arnanna í hörkuleik á Seltjarnarnesi.
Mörk frá Kristjáni Guðjónssyni og varamanninum Aroni Lee Du Teitssyni tryggðu Örnunum frækin sigur á sprækum og léttleikandi 2. fl liði Gróttu.

Byrjunarlið: Jón Ólafur Kjartansson, Árni Jón Gíslason, Jón Friðrik Jónatansson, Stefán Reykjalín, Jón Ingi Einarsson(F), - Gunnar Örn Guðmundsson, Friðgeir Elí Jónasson, Kristján Jón Hannesson, Aron Ívarsson, - Frændi minn, Arnar Már Kjartansson. Súpersöbbs: Lárus Guðjónsson, Lárus B. Bjarnason, Kristján Jökull Sigurðsson, Kristján Guðjónsson, Hlynur seini Hallgrímsson, Kristinn Sigurðsson, Aron Lee Du Teitsson.

Leikurinn byrjaði ekki vel. Menn voru þungir í byrjun enda nennti þjálfarinn ekki að láta leikmenn sína hita lengur upp en í þrjár mínútur. Stórt bil var á milli sóknar og varnar. Lítil hætta var þó á ferðum að frátöldum sóknarmönnum Gróttu, sem minntu helst á ýlur er varðar óhljóð, snerpu og líkamsburði.

Ernirnir voru þó vel spilandi og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Sóknarleikurinn fór mestmegnis fram hægra megin þar sem Aron Ívarsson náði upp ágætis spili með Frænda mínum og Arnari Má Kristjánssyni.

Um miðbik fyrri hálfleiks gerðist loks það sem enginn hafði beðið eftir. Einn lítill neisti komst í aðra ýluna sem skaust inn fyrir vörn Arnanna og skoraði fram hjá Jóni Ólafi Kjartanssyni í marki Arnanna, óverjandi.

Um þetta leyti voru leikmenn Arnanna umvörpum farnir að grátbiðja um skiptingar enda heilar 17 mínútur liðnar af leiknum.

Gangur leiksins breyttist þó lítið, Ernirnir héldu áfram að bílastæða sig í gegnum vörn Gróttustrákanna en inn vildi boltinn ekki. Ýlan fór af stað => 2-0 fyrir Gróttu.

Einn var maður á bekknum sem taldi nóg komið. Stóð upp, hljóp heim og klæddi sig í föt. Þessi maður var Aron Lee Du Teitsson.

2-0 í hálfleik.

Í hálfleik voru gerðar nokkrar breytingar á liðinu.

Addi

Hlynur Frændi Kristján Jón AronÍ

AronLee
Kiddi Jónki Lallib Jongi
Jónsi

Ég kom inn í bakvörðinn, fyrrnefndur Aron fór í def midfílderinn, Hlynur seini útá vinstri kant og síðast en ekki síst Lárus B. Bjarnason inn í miðvörðinn.

Með tilkomu Arons og LallaB batnaði varnarleikurinn. Ýlurnar blotnuðu og sáust ekki meira þann daginn. Fljótlega í seinni hálfleik skokkaði tæpur Arnar að bekknum og bað einhvern um að koma inná fyrir sig. Vegna sofandahátts Lárusar Guðjónssonar sem átti að vera að passa uppá mannskapinn meðan undirritaður væri að þykjast vera inn á vellinum stalst Kristján Guðjónsson til þess að verða við bón Arnars og skellti sér í senterinn. Hefst þá Kristjáns þáttur Guðjónssonar.

Kristjáns þáttur Guðjónssonar.
2-1 Kristján Guðjónsson
2-2 Kristján Guðjónsson

Mörkin voru flottar, einfaldar afgreiðslur. Enda Kristján vel mataður af mönnum eins og Hlyn Helga Hallgrímssyni, Frænda mínum og fleirum.

Skömmu seinna kom þó þriðja skítabomban frá 2.fl. 3-2 fyrir Gróttu.

Var hamingjan þá ekki eilíf?
Skyldu mörkin hans Kristjáns tvö,
þá til einskis góðs verða?

Ég held nú síður!
Kristján Guðjónsson bætti við þriðja markinu og fullkomnaði þrennuna.
3-3 Kristján Guðjónsson.

Skömmu síðar var Kristján Guðjónsson tekin af velli. Yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda hyllti mannfjandan með standing ovation er hann gekk af leikvelli.

3-3 og örfáar mínútur eftir.

Spennan í hámarki og menn farnir að búa sig undir vítaspyrnukeppni.

Einn maður nennti þó ekki að standa í slíku bulli enda var var Ugly Betty að fara að byrja á Rúv+ á hverri stundu og því ætlaði hann sko ekki að missa af.

Á seinustu mínútunni kemur þessi maður...og skorar sigurmark leiksins. Við erum að tala um égerbúnaðfánógégerfarinnheimaðklæðamigígallan Aron Lee Du Teitsson.

Næstu mínútur var spennan í hámarki, þrátt fyrir að annars ágætur dómari leiksins Bjarni T. Álfþórsson hafi sleppt augljósri vítaspyrnu þegar brotið var á Helga Hallgrímssyni og bætt við nokkrum ekstra mómentum í þágu Gróttustráka náðu þeir ekki að jafna. 3-4 Glæstur sigur Arnanna hafði litið dagsins ljós.

Lærdómur þessa leiks er tvímælalaust sá að fara á vikufyllerí fyrir hvern einasta leik, mæta bara í hálfleik, fara að ráðum Jóns Friðriks um liðsuppstillingar og hafa Lárus Pottersson stjórnandi liðinu.

Allir menn stóðu sig vel í dag. (Nema undirritaður reyndar sem fór vælandi útaf eftir 7 mínútur í asmakasti kallandi á hjálp.) Nýliðarnir Kristján Jón og Stebbi Smók voru frískir. Týndu synirnir Jónsi og Kristján stóðu sig með prýði. Jónsi átti stórfínar markvörslur í markinu og Kristján tæklaði menn uppí haus. Jongi leiddi liðið til sigurs í sínum fyrsta leik sem fyrirliði.

Í kvöld jókst virðing mín fyrir knattspyrnunni. Í kvöld jókst virðing mín fyrir knattspyrnumönnum. Í kvöld gerðist það sem mun aftur gerast á morgun.

Annað kvöld verður lokaorrustan háð í þessu tveggja daga stríði.
Ernirnir vs. Vængir Júpíters
Tungubakkavellir, Mosfellsbæ
kl. 20:30

19 manns eru settir í hóp. Mæting fyrir þá er 1930 upp í Mosfellsbæ. Þeir sem eru ekki í hópnum í dag eru hinsvegar hiklaust hvattir til að mæta og sýna kærleik.

Hópinn skipa:
Aron Lee
Árni
Beggi
Brynjar
Dóri
GummiP
GunniGier
GunniÖ
Helgi
Hlynur
Jongi
Jónki
Krissi Guðjóns
Lallib
Lars
Leibbi
Siggi
Smári
Villi

Munið eftir búning, peysu, legghlífum, stuttbuxum, sokkum og í guðanna bænum ef þið eigið...takkaskóm.

Gerum gott úr þessu drengir. Vængir Júpíters. Utandeildarmeistararnir. Stríðum þeim. Tísum þeim. Höfum gaman að þessu. Klárum þessa tveggja daga törn með stæl.

Eftir leikinn, sama hvernig leikurinn fer, detta menn, síðan á American Style og fá sér að éta. Að því loknu er það gleðskapur á Prikinu. Allir endilega að mæta. Líka þeir sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Við erum allir Ernir - við erum í þessu saman.

Drengir, sé ykkur á morgun.

Þegar Ernir
Þegar Ernir...


Prógram

Sælir Piltar
Framundan eru tvö verkefni annarsvegar leikur við 2. fl Gróttu og hinsvegar bikarleikur á móti Vængjum Júpíters. Við ætlum að vinna báða þessa leiki.

Valhúsahæðin
Þar sem leikurinn á móti Vængjunum(og næsti utandeildarleikur þar á eftir líka) verður á grasi þá er pæling hvort það væri ekki skynsamlegt að æfa eitthvað upp á Valhúsahæðinni í næstu viku. Gallin er hinsvegar sá að valhúsahæðin er lélegri sem aldrei fyrr. Æfingin á sunnudaginn verður allaveganna á gervigrasinu svo sjáum við til.

Föstudagsbófó
Frá og með föstudeginum 13. júlí mun síðan bætast inn ein föst æfing á viku inn í hið gífurlega fastskorðaða æfingatímasketsúal.
Föstudagsæfingar kl. 18 - Alla föstudaga - Lindó.
Eins og gefur að skilja verða þessar æfingar með frjálsara móti. Litla sparkvellinum út á Lindó - lítill völlur - fáir menn - meira touch - betri snerpa. Frjáls mæting - Þeir mæta sem nenna. Fínt að detta í smá bolta fyrir föstudagsfylleríið - Hristir menn saman fyrir helgina.

Leikirnir já
Þar sem þetta eru tveir leikir í sömu vikunni þá er það planið að skipta hópnum upp. 16-18 manna hópur á móti Vængjunum og þeir sem ekki spila á móti þeim spila 2.fl leikinn. Held það sé skemmtilegast að hafa þetta svona. Geta dreift álaginu og allir fá að spila sinn skerf.

Æfingaplan
Sun 8. júlí kl. 19
Mán 9. júlí kl. 20
Þri 10.júlí kl. 22
Mið 11. júlí frí/létt æfing
Fim 12. júlí Ernirnir vs. Vængir Júpíters Tungubakkar kl. 20:30
Það er ekki kominn endanleg dagsetning á leikinn við 2. fl. en það var búið að ákveða að hafa hann í næstu viku. Helst vill ég samt reyna að troða honum niður á mánudagin 16. En allaveganna þetta kemur allt í ljós.

Sé ykkur á sunnudaginn
Sælir.

Kristinn


Röfl Maó

Nú fer að styttast í búningana og þess vegna grætur mig að aðeins 16 manns séu búnir að borga þennan 6000kall.

Þar sem við þurfum jú líka að borga þetta fokkin þátttökugjald fyrir utandeildina og utandeildarrukkararnir eru byrjaðir að froðufella verð ég því miður að rukka menn um 4000 kall í viðbót. Dýr pakki fyrir skuldarana það. Ég var nú að vonast eftir því að geta rukkað menn um minna í lokagreiðslunni, en þar sem ekki er hægt að treysta á peninga þeirra sem ekki borga verður þetta víst að vera svona.

Höfum það á hreinu að það fær enginn búning nema hann sé búinn að borga fyrir hann. Höfum það líka á hreinu að þeir sem ekki borga verða ekki með á miðvikudaginn. Það er nægur mannskapur og ekki halda að menn komist upp með það að vera í liðinu, óborgaðir. Það er útborgunardagur á föstudaginn og enginn ætti að vera svo mikill aumingi að ráða ekki við þetta.

Reikningsnúmerið er:
101-05-269447
kt. 2312874189

Svo framarlega sem að menn séu ekki svikulir aumingjar og nískupúkar ætti greiðslum sumarsins og ársins að vera lokið með þessum 4000 kalli.

Kristinn


Fyrsta tap Arnanna staðreynd

Þetta má aldrei gerast aftur!

Drengir mínir. Þessari tilfinningu megið þið ekki gleyma. Þegar þið gerðuð ykkur ljóst að þið hefðuð tapað leiknum. Þegar helvítin skoruðu þriðja markið, rétt eftir að við höfðum jafnað.

Þetta var ömurlegur leikur. Náðum aldrei neinu spili og einhvern veginn var þetta aldrei að virka. Þetta clickaði ekki.

Hvers vegna?
Menn kannski ekki alveg klárir á stöðunum sínum, touchið, snerpan og e.t.v úthaldið ögn ábótavant. Lítill völlur, feitu kallarnir gátu lokað á spilið okkar og stungurnar full auðveldlega.

Hvað ætlum við að gerast til að koma í veg fyrir að þetta komi nokkurn tímann fyrir aftur?
Æfa eins og menn. Snertingabolti, EKKI fækka æfingum, reyna að bæta leikskilningin um leið og við reynum að bæta snerpuna, auka hraðan og bæta úthald.

Þetta þurfum við að fixa fyrir næsta leik.
Næsti leikur
Ernirnir vs. Hommarnir Miðvikudaginn 4. júlí kl 20:30 Framvelli.

Við höfum 10 daga til stefnu.

Þvert á það sem margir gætu haldið verða hommarnir ekkert walk in the park. Þeir töpuðu áðan 7-1 fyrir G&T. Við unnum G&T jú, en á móti vantaði lykilmenn í G&T á móti okkur þar sem þeir voru að spila annan leik sama daginn. Fjórir markaskorarar á móti hommunum voru ekki með á móti okkur. Þar á móti verða sex kanónur ekki með í leiknum á móti Hommunum vegna einhverra hippatónleika í Baunaveldi. Þetta eru:

Jónki
Frændi
Brynjar
Hlynur
Krissi
Jónsi

Sterkir leikmenn. Fimm þessara manna hafa byrjað báða leikina.

Þetta þýðir náttúrlega bara að hinir verða að rísa upp og axla enn meiri ábyrgð. Þetta sem gerðist í kvöld má ekki aftur gerast. Þetta var ömurlegt. Ernirnir eru ekki að fara að tapa öðrum leik í utandeildinni í sumar.

Æfingaplan fram að leik:
Þri 26. Gervigras kl. 22
Mið 27. Gervigras kl. 20/22 Þið ráðið
Fim 28 Gervigras kl. 22 (Leikur á vellinum kl. 20)
Fös 29 Lindó kl. 19 og 21 (Leikur hjá meistara kl. 20 - Fínt líka að komast í smá bolta á Lindó. Æfir snerpuna. Skipta þá liðinu í tvö holl - tvær æfingar)
Sun 1 Gervigras kl. 19
Mán 2. Gervigras kl. 20
Mið 4. Leikur

Þetta má aldrei gerast aftur!
Speak up! - Endilega tjáið ykkur á komentakerfinu.

Kristinn


Það sem framundan er

Góðan og blessaðan daginn drengir!

Og til hamingju með þjóðhátíðardaginn!

Nú er fyrsti leikur Arnanna að baki en eins og allir málsmetandi menn muna fór endaði hann með 2-1 stórsigri Arnanna gegn öreigunum í Bombay Sapphire & Schweppes.

Næsti leikur er á sunnudaginn við hina makalausu Áreitnis-menn. 7 dagar í leik og ekki seinna vænna að rífa sig upp eftir kröftugt helgarfrí.

Æfingaprógramm fram að leik er sem hér segir:

Mánudag kl. 21
Þriðjudag kl. 22
Miðvikudagur FRÍ
Fimmtudag kl. 21:30
Föstudagur FRÍ
Laugardag kl. 16
Sunnudagur Ernirnir vs. Áreitni Ásvellir kl 18

Sjáumst á morgun drengir!
Sæler!
Knattspyrnustjóri Kristinn

P.S. Síðan vil ég minna þá sem voru svo elskulegir að taka að sér dómgæslu mánudag og þriðjudag á að þeir eigi að dæma. Verið mættir 10mín fyrir leik.

Grótta vs. ÍBV 4.fl A
mán 1700
dómari: Hlynur
lína: Smári
lína: Aron Lee

Grótta vs. ÍBV 4.fl B
Mán 1830
dómari: Hlynur
lína: Smári
lína: Aron Lee

Grótta vs. HK 4.fl C
Þri 1700

dómari: Villi
lína: Aron Lee
lína: Helgi


Helstu niðurstöður fundarins

Já sælir.

Á fundinum kom margt gott og skemmtilegt fram. Jújú fyrsti leikurinn er þann 13. júni, miðvikudaginn eftir níu daga. Þannig að hlutirnir þurfa að fara að gerast.

Ási hringdi í mig og bauð okkur völlinn, þrisvar í viku (ábyggilega oftar ef við viljum.) Gegn því að við myndum dæma fyrir hann einhverja leiki í yngri flokkunum. Samtals eru þetta 42 störf sem þarf að fylla. Miðað við sextán manna hóp eru þetta 2-3 leikir á mann sem þyrfti að dæma. Dómgæslan yrði algjörlega á okkar ábyrgð. Við þyrftum að manna þessa leiki sjálfir -ekkert væl. Þetta væru okkar leikir.

Gegn þessu myndum við semsagt fá völlinn (ekki á præm tæm) þetta nokkrum sinnum í viku. Einnig gætum við fengið búningasett lánað frá þeim, ef við vildum. Einnig myndi þetta gefa okkur talsvert gúddwill gagnvart styrkbeiðni fyrir alla peningana sem við þurfum að borga.
Þess yrði ætlast af okkur að við myndum koma fram undir merkjum Gróttu (í einhverju formi (Ernirnir - Grótta B?). Við yrðum hálfgerðir Old-Boys. Reddingamenn sem redda hlutum fyrir Gróttu(Reddum 42 dómurum/línuvörðum) en fáum í staðinn völl, aðstöðu og e.t.v styrki frá bænum.

Öll þessi mál verða athuguð á morgun - vonandi kominn á hreint annað kvöld. Nema búningarnir. Ákvörðun hefur verið tekin varðandi þá. Í sumar munum við spila í Celtic-búningum en í staðinn fyrir græna litinn verður blár litur. Farið verður í það á morgun að ganga frá þeim díl við Henson. Merkið verður hugmynd Jónka. Gróttumerkið gula og bláa með erninum en í staðinn fyrir að það standi Grótta í merkinu mun standa Ernirnir. En nú hinsvegar kemur sér hinsvegar vel að hafa borgað 1500-kallinn. Við borgum 6000-kall fyrir búninginn nema þeir sem eru búnir að borga staðfestingargjaldið:

Gunni
Smári
Hlynur
Villi
Brynjar
Kristján
Kriss
Lars
Helgi

Þeir borga 4500 kall. Jón Ingi borgaði 1500-kallinn tvisvar og þarf því að borga 3000 kall. Frændi minn borgaði þúsund kall og þarf því að borga 5000þús kall.

Aðrir borga 6000 kall.

Reikningsnúmerið er: 101-05-269447
kt. 2312874189

Setja nafn eða kt. með svo ég viti hverjir eru búnir að borga.

Þeir sem eru búnir að borga 5000-kallinn sem ég talaði um áðan á fundinum vill ég biðjast afsökunar á fyrir óþægindin.
Þátttökugjaldið munum við setja á örlítin ís meðan öll þessi vallarmál og styrkjamál komast á hreint. En ekki eyða peningunum strax - því þau ættu að komast á hreint á morgun og þá er ekki ólíklegt að ég rukki ykkur um annan 5þúsund kall. Við þá sem eru búnir að borga 11þús kallinn sem ég hafði talað um vil ég biðjast afsökunar. And of the day mun enginn samt sitja uppi með að hafa borgað meira en annar. - (Og þeir borga ekki neitt - spila ekki neitt og fá ekki búning)

En búningana þurfum við að græja á morgun. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir sem ætli sér að vera með í Örnunum í sumar borgi sinn pening. Á MORGUN, ef ekki búnir að því. Því án penings getum við ekki keypt búninga. Ef fimm verða búnir að borga - kaupum við fimm búninga...o.s.fr. Semsagt - greiðslan fyrir þennan búning er MJÖG áríðandi.

Styttist í leik.
Í dag, mánudag eru níu dagar í leik. Leikurinn verður gegn liði sem kallar sig G&T.

Hvað sem hægt er að segja þá getum við gert rosalega mikið á níu dögum. Fengið örlítið betra touch, rifjað upp hvernig á að spila á stórum velli, og þá komu löngu sendingarnar, úthaldið og snerpan kannski örlítið betri, meiri samhæfing og síðast en ekki síst - rifja það upp hvernig á að dekka svona stórt svæði - (annað en á Lindó þar sem við spilum 5x5 og enginn þarf að dekka stærra svæði en torfuna sem hann stendur á).

Semsagt:
Æfing á morgun kl. 22 - Gervigras
Æfing miðvikudag kl. 22 -Gervigras
Æfing fimmtudag kl. 22 - Gervigras.

Annað verður tilkynnt síðar.
Heyri í ykkur á morgun drengir.
Góða nótt.
Kiddi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ernirnir

Ernirnir
Utandeildarliðið Ernirnir var stofnað 1. júlí 2006. Ernirnir eru knattspyrnulið. Ernirnir eru af Seltjarnarnesi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband