Leita í fréttum mbl.is

Helstu niðurstöður fundarins

Já sælir.

Á fundinum kom margt gott og skemmtilegt fram. Jújú fyrsti leikurinn er þann 13. júni, miðvikudaginn eftir níu daga. Þannig að hlutirnir þurfa að fara að gerast.

Ási hringdi í mig og bauð okkur völlinn, þrisvar í viku (ábyggilega oftar ef við viljum.) Gegn því að við myndum dæma fyrir hann einhverja leiki í yngri flokkunum. Samtals eru þetta 42 störf sem þarf að fylla. Miðað við sextán manna hóp eru þetta 2-3 leikir á mann sem þyrfti að dæma. Dómgæslan yrði algjörlega á okkar ábyrgð. Við þyrftum að manna þessa leiki sjálfir -ekkert væl. Þetta væru okkar leikir.

Gegn þessu myndum við semsagt fá völlinn (ekki á præm tæm) þetta nokkrum sinnum í viku. Einnig gætum við fengið búningasett lánað frá þeim, ef við vildum. Einnig myndi þetta gefa okkur talsvert gúddwill gagnvart styrkbeiðni fyrir alla peningana sem við þurfum að borga.
Þess yrði ætlast af okkur að við myndum koma fram undir merkjum Gróttu (í einhverju formi (Ernirnir - Grótta B?). Við yrðum hálfgerðir Old-Boys. Reddingamenn sem redda hlutum fyrir Gróttu(Reddum 42 dómurum/línuvörðum) en fáum í staðinn völl, aðstöðu og e.t.v styrki frá bænum.

Öll þessi mál verða athuguð á morgun - vonandi kominn á hreint annað kvöld. Nema búningarnir. Ákvörðun hefur verið tekin varðandi þá. Í sumar munum við spila í Celtic-búningum en í staðinn fyrir græna litinn verður blár litur. Farið verður í það á morgun að ganga frá þeim díl við Henson. Merkið verður hugmynd Jónka. Gróttumerkið gula og bláa með erninum en í staðinn fyrir að það standi Grótta í merkinu mun standa Ernirnir. En nú hinsvegar kemur sér hinsvegar vel að hafa borgað 1500-kallinn. Við borgum 6000-kall fyrir búninginn nema þeir sem eru búnir að borga staðfestingargjaldið:

Gunni
Smári
Hlynur
Villi
Brynjar
Kristján
Kriss
Lars
Helgi

Þeir borga 4500 kall. Jón Ingi borgaði 1500-kallinn tvisvar og þarf því að borga 3000 kall. Frændi minn borgaði þúsund kall og þarf því að borga 5000þús kall.

Aðrir borga 6000 kall.

Reikningsnúmerið er: 101-05-269447
kt. 2312874189

Setja nafn eða kt. með svo ég viti hverjir eru búnir að borga.

Þeir sem eru búnir að borga 5000-kallinn sem ég talaði um áðan á fundinum vill ég biðjast afsökunar á fyrir óþægindin.
Þátttökugjaldið munum við setja á örlítin ís meðan öll þessi vallarmál og styrkjamál komast á hreint. En ekki eyða peningunum strax - því þau ættu að komast á hreint á morgun og þá er ekki ólíklegt að ég rukki ykkur um annan 5þúsund kall. Við þá sem eru búnir að borga 11þús kallinn sem ég hafði talað um vil ég biðjast afsökunar. And of the day mun enginn samt sitja uppi með að hafa borgað meira en annar. - (Og þeir borga ekki neitt - spila ekki neitt og fá ekki búning)

En búningana þurfum við að græja á morgun. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir sem ætli sér að vera með í Örnunum í sumar borgi sinn pening. Á MORGUN, ef ekki búnir að því. Því án penings getum við ekki keypt búninga. Ef fimm verða búnir að borga - kaupum við fimm búninga...o.s.fr. Semsagt - greiðslan fyrir þennan búning er MJÖG áríðandi.

Styttist í leik.
Í dag, mánudag eru níu dagar í leik. Leikurinn verður gegn liði sem kallar sig G&T.

Hvað sem hægt er að segja þá getum við gert rosalega mikið á níu dögum. Fengið örlítið betra touch, rifjað upp hvernig á að spila á stórum velli, og þá komu löngu sendingarnar, úthaldið og snerpan kannski örlítið betri, meiri samhæfing og síðast en ekki síst - rifja það upp hvernig á að dekka svona stórt svæði - (annað en á Lindó þar sem við spilum 5x5 og enginn þarf að dekka stærra svæði en torfuna sem hann stendur á).

Semsagt:
Æfing á morgun kl. 22 - Gervigras
Æfing miðvikudag kl. 22 -Gervigras
Æfing fimmtudag kl. 22 - Gervigras.

Annað verður tilkynnt síðar.
Heyri í ykkur á morgun drengir.
Góða nótt.
Kiddi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ernirnir

Ernirnir
Utandeildarliðið Ernirnir var stofnað 1. júlí 2006. Ernirnir eru knattspyrnulið. Ernirnir eru af Seltjarnarnesi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband