Leita í fréttum mbl.is

Prógram

Sælir Piltar
Framundan eru tvö verkefni annarsvegar leikur við 2. fl Gróttu og hinsvegar bikarleikur á móti Vængjum Júpíters. Við ætlum að vinna báða þessa leiki.

Valhúsahæðin
Þar sem leikurinn á móti Vængjunum(og næsti utandeildarleikur þar á eftir líka) verður á grasi þá er pæling hvort það væri ekki skynsamlegt að æfa eitthvað upp á Valhúsahæðinni í næstu viku. Gallin er hinsvegar sá að valhúsahæðin er lélegri sem aldrei fyrr. Æfingin á sunnudaginn verður allaveganna á gervigrasinu svo sjáum við til.

Föstudagsbófó
Frá og með föstudeginum 13. júlí mun síðan bætast inn ein föst æfing á viku inn í hið gífurlega fastskorðaða æfingatímasketsúal.
Föstudagsæfingar kl. 18 - Alla föstudaga - Lindó.
Eins og gefur að skilja verða þessar æfingar með frjálsara móti. Litla sparkvellinum út á Lindó - lítill völlur - fáir menn - meira touch - betri snerpa. Frjáls mæting - Þeir mæta sem nenna. Fínt að detta í smá bolta fyrir föstudagsfylleríið - Hristir menn saman fyrir helgina.

Leikirnir já
Þar sem þetta eru tveir leikir í sömu vikunni þá er það planið að skipta hópnum upp. 16-18 manna hópur á móti Vængjunum og þeir sem ekki spila á móti þeim spila 2.fl leikinn. Held það sé skemmtilegast að hafa þetta svona. Geta dreift álaginu og allir fá að spila sinn skerf.

Æfingaplan
Sun 8. júlí kl. 19
Mán 9. júlí kl. 20
Þri 10.júlí kl. 22
Mið 11. júlí frí/létt æfing
Fim 12. júlí Ernirnir vs. Vængir Júpíters Tungubakkar kl. 20:30
Það er ekki kominn endanleg dagsetning á leikinn við 2. fl. en það var búið að ákveða að hafa hann í næstu viku. Helst vill ég samt reyna að troða honum niður á mánudagin 16. En allaveganna þetta kemur allt í ljós.

Sé ykkur á sunnudaginn
Sælir.

Kristinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kem smá seint á sunnud.

Og ég get ekki keppt mán 16 júl bara svo þú vitir af því

gunni (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 21:06

2 identicon

ég kemst ekkert fyrr en miðvikudaginn, nema þú seinkir sunnudagsæfingunni eitthvað...

helvítis vinna

leibbi (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 21:27

3 identicon

kem öruglega ekki á sunnud. er most likely að vinna..

og hvað er fucking málið með þetta ruslvarnapóstdæmi..ég er buinn að þurfa reyna 5 sinnum...hver er eiginlega fucking summan af átta og sextán ? :P

valli (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ernirnir

Ernirnir
Utandeildarliðið Ernirnir var stofnað 1. júlí 2006. Ernirnir eru knattspyrnulið. Ernirnir eru af Seltjarnarnesi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband