11.7.2007 | 23:55
Tveggja daga stríðið
I hluti.
2. fl. Gróttu vs. ERNIRINR
Leikur 2. flokks Gróttu og okkar ástkæru Arna fór fram á gervigrasi Gróttu kl. 19.30. 2.fl Gróttu.
Stórkostlegur sigur Arnanna í hörkuleik á Seltjarnarnesi.
Mörk frá Kristjáni Guðjónssyni og varamanninum Aroni Lee Du Teitssyni tryggðu Örnunum frækin sigur á sprækum og léttleikandi 2. fl liði Gróttu.
Byrjunarlið: Jón Ólafur Kjartansson, Árni Jón Gíslason, Jón Friðrik Jónatansson, Stefán Reykjalín, Jón Ingi Einarsson(F), - Gunnar Örn Guðmundsson, Friðgeir Elí Jónasson, Kristján Jón Hannesson, Aron Ívarsson, - Frændi minn, Arnar Már Kjartansson. Súpersöbbs: Lárus Guðjónsson, Lárus B. Bjarnason, Kristján Jökull Sigurðsson, Kristján Guðjónsson, Hlynur seini Hallgrímsson, Kristinn Sigurðsson, Aron Lee Du Teitsson.
Leikurinn byrjaði ekki vel. Menn voru þungir í byrjun enda nennti þjálfarinn ekki að láta leikmenn sína hita lengur upp en í þrjár mínútur. Stórt bil var á milli sóknar og varnar. Lítil hætta var þó á ferðum að frátöldum sóknarmönnum Gróttu, sem minntu helst á ýlur er varðar óhljóð, snerpu og líkamsburði.
Ernirnir voru þó vel spilandi og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Sóknarleikurinn fór mestmegnis fram hægra megin þar sem Aron Ívarsson náði upp ágætis spili með Frænda mínum og Arnari Má Kristjánssyni.
Um miðbik fyrri hálfleiks gerðist loks það sem enginn hafði beðið eftir. Einn lítill neisti komst í aðra ýluna sem skaust inn fyrir vörn Arnanna og skoraði fram hjá Jóni Ólafi Kjartanssyni í marki Arnanna, óverjandi.
Um þetta leyti voru leikmenn Arnanna umvörpum farnir að grátbiðja um skiptingar enda heilar 17 mínútur liðnar af leiknum.
Gangur leiksins breyttist þó lítið, Ernirnir héldu áfram að bílastæða sig í gegnum vörn Gróttustrákanna en inn vildi boltinn ekki. Ýlan fór af stað => 2-0 fyrir Gróttu.
Einn var maður á bekknum sem taldi nóg komið. Stóð upp, hljóp heim og klæddi sig í föt. Þessi maður var Aron Lee Du Teitsson.
2-0 í hálfleik.
Í hálfleik voru gerðar nokkrar breytingar á liðinu.
Addi
Hlynur Frændi Kristján Jón AronÍ
AronLee
Kiddi Jónki Lallib Jongi
Jónsi
Ég kom inn í bakvörðinn, fyrrnefndur Aron fór í def midfílderinn, Hlynur seini útá vinstri kant og síðast en ekki síst Lárus B. Bjarnason inn í miðvörðinn.
Með tilkomu Arons og LallaB batnaði varnarleikurinn. Ýlurnar blotnuðu og sáust ekki meira þann daginn. Fljótlega í seinni hálfleik skokkaði tæpur Arnar að bekknum og bað einhvern um að koma inná fyrir sig. Vegna sofandahátts Lárusar Guðjónssonar sem átti að vera að passa uppá mannskapinn meðan undirritaður væri að þykjast vera inn á vellinum stalst Kristján Guðjónsson til þess að verða við bón Arnars og skellti sér í senterinn. Hefst þá Kristjáns þáttur Guðjónssonar.
Kristjáns þáttur Guðjónssonar.
2-1 Kristján Guðjónsson
2-2 Kristján Guðjónsson
Mörkin voru flottar, einfaldar afgreiðslur. Enda Kristján vel mataður af mönnum eins og Hlyn Helga Hallgrímssyni, Frænda mínum og fleirum.
Skömmu seinna kom þó þriðja skítabomban frá 2.fl. 3-2 fyrir Gróttu.
Var hamingjan þá ekki eilíf?
Skyldu mörkin hans Kristjáns tvö,
þá til einskis góðs verða?
Ég held nú síður!
Kristján Guðjónsson bætti við þriðja markinu og fullkomnaði þrennuna.
3-3 Kristján Guðjónsson.
Skömmu síðar var Kristján Guðjónsson tekin af velli. Yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda hyllti mannfjandan með standing ovation er hann gekk af leikvelli.
3-3 og örfáar mínútur eftir.
Spennan í hámarki og menn farnir að búa sig undir vítaspyrnukeppni.
Einn maður nennti þó ekki að standa í slíku bulli enda var var Ugly Betty að fara að byrja á Rúv+ á hverri stundu og því ætlaði hann sko ekki að missa af.
Á seinustu mínútunni kemur þessi maður...og skorar sigurmark leiksins. Við erum að tala um égerbúnaðfánógégerfarinnheimaðklæðamigígallan Aron Lee Du Teitsson.
Næstu mínútur var spennan í hámarki, þrátt fyrir að annars ágætur dómari leiksins Bjarni T. Álfþórsson hafi sleppt augljósri vítaspyrnu þegar brotið var á Helga Hallgrímssyni og bætt við nokkrum ekstra mómentum í þágu Gróttustráka náðu þeir ekki að jafna. 3-4 Glæstur sigur Arnanna hafði litið dagsins ljós.
Lærdómur þessa leiks er tvímælalaust sá að fara á vikufyllerí fyrir hvern einasta leik, mæta bara í hálfleik, fara að ráðum Jóns Friðriks um liðsuppstillingar og hafa Lárus Pottersson stjórnandi liðinu.
Allir menn stóðu sig vel í dag. (Nema undirritaður reyndar sem fór vælandi útaf eftir 7 mínútur í asmakasti kallandi á hjálp.) Nýliðarnir Kristján Jón og Stebbi Smók voru frískir. Týndu synirnir Jónsi og Kristján stóðu sig með prýði. Jónsi átti stórfínar markvörslur í markinu og Kristján tæklaði menn uppí haus. Jongi leiddi liðið til sigurs í sínum fyrsta leik sem fyrirliði.
Í kvöld jókst virðing mín fyrir knattspyrnunni. Í kvöld jókst virðing mín fyrir knattspyrnumönnum. Í kvöld gerðist það sem mun aftur gerast á morgun.
Annað kvöld verður lokaorrustan háð í þessu tveggja daga stríði.
Ernirnir vs. Vængir Júpíters
Tungubakkavellir, Mosfellsbæ
kl. 20:30
19 manns eru settir í hóp. Mæting fyrir þá er 1930 upp í Mosfellsbæ. Þeir sem eru ekki í hópnum í dag eru hinsvegar hiklaust hvattir til að mæta og sýna kærleik.
Hópinn skipa:
Aron Lee
Árni
Beggi
Brynjar
Dóri
GummiP
GunniGier
GunniÖ
Helgi
Hlynur
Jongi
Jónki
Krissi Guðjóns
Lallib
Lars
Leibbi
Siggi
Smári
Villi
Munið eftir búning, peysu, legghlífum, stuttbuxum, sokkum og í guðanna bænum ef þið eigið...takkaskóm.
Gerum gott úr þessu drengir. Vængir Júpíters. Utandeildarmeistararnir. Stríðum þeim. Tísum þeim. Höfum gaman að þessu. Klárum þessa tveggja daga törn með stæl.
Eftir leikinn, sama hvernig leikurinn fer, detta menn, síðan á American Style og fá sér að éta. Að því loknu er það gleðskapur á Prikinu. Allir endilega að mæta. Líka þeir sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Við erum allir Ernir - við erum í þessu saman.
Drengir, sé ykkur á morgun.
Þegar Ernir
Þegar Ernir...
Flokkur: Menning og listir | Breytt 12.7.2007 kl. 00:00 | Facebook
Athugasemdir
Úff, maður hefur misst af mikilli dramatík þarna. Frábært að Krissi sé farinn að skora, nú held ég að hann hafi skorað fleiri mörk í mark andstæðingana en sitt eigið, sem hlýtur að vera gott.
En verður ekki re-match, þar sem klúbbnum sem afneitaði okkar tilvist verður nauðgað þar til þeir grátbiðja um miskunn?
Villi (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:14
Ég er ekki sáttur að það sé ekki minnst á, að það var ÉG sem gaf beint á koll nafna míns. Skiptir engu, takið þetta bara á morgun.
Aron Ívars. (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:24
Afsakaðu Aron. Ég var bara svo upptekinn að púnta hjá mér hverjir ættu að taka víti í vítaspyrnukeppnini að ég sá ekki markið..
Kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 02:31
Haha já takk fyrir þetta, sé að ég þurfi að fara hætta í boltann eftir þetta :P Ótrúlegt að Krissi hafi skorað eitt mark hvað þá 3 .... en já gangi ykkur vel gegn júpiter
Jón (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.