30.7.2007 | 02:08
Eru Ernirnir brandari ársins?
Ernirnir voru stofnaðir af þrem ástæðum.
1. Eigið egóflipp
2. Halda vinahópnum saman.
3. Losa okkur við allt það sem hefur einkennt Gróttu og knattspyrnuferil okkar flestra: Sýna það að við séum ekki jafn lélegir og misvitrir þjálfarar hafa haldið í gegnum tíðina sem létu okkur í B-liðið. Losa okkur við þetta ömurlega Gróttu-syndrom. Að skíttapa öllum leikjum, jafnvel þó við séum betri (og vera einhverveginn samt alveg sama).
Eftir seinasta leik á móti BYGG talaði Bergur Gunnarsson um að sá leikur hefði verið svoldið smitaður af þessu Gróttusyndromi. Ég þoldi hann ekki þegar hann sagði þetta. Af því ég vissi að þetta var hárrétt hjá honum. Við töpuðum leik sem við áttum ekki að tapa. Á móti mönnum sem voru lélegri en við. En við töpuðum honum samt.
Í kvöld var annar leikur sem tapaðist.
Við eigum ekki að tapa á móti þessum liðum en við gerum það samt.
Á þessum tímapunkti er eðlilegt að menn spyrji sig; af hverju er ég að þessu? Hvert erum við eiginlega að stefna? Á botninn?
Já, með sama áframhaldi þá endum við á botninum. Búnir að tapa tvem leikjum í röð og eigum erfitt prógram eftir.
Ætlum við að klára þetta verkefni eða ætlum við að gefast upp? Gangast við því að vera svo miklir aumingjar að geta ekki einu sinni staðið sig í lélegasta riðli utandeildarinnar á Íslandi? Að knattspyrnuhæfileikarnir séu af svo gífurlega skornum skammti að við séum þeir alverstu á meðal þeirra verstu? Að viðurkenna það fyrir sjálfum okkur að allir þjálfararnir sem völdu okkur ekki í lið hafi haft rétt fyrir sér?
Líti hver í sinn barm.
Allir leikmenn verða að átta sig á því að ef þetta heldur áfram erum við að setja stóran aumingjastimpil á ennið á okkur.
Hvað get ég gert sem leikmaður og liðsfélagi til að snúa við blaðinu?
Gallinn við hópíþróttir er sá að ef að liðið þitt tapar þá er það þér að kenna. Það skiptir ekki máli þó þú spilaðir vel. Liðið tapaði samt. Og ef þú varst ekki með...Vá. Þá ertu enn verri en aumingjarnir sem voru inná vellinum. Menn verða að axla ábyrgð. Mæta á æfingar, leggja sig fram, sýna það í verki að þeim sé ekki sama. Við erum allir Ernir. Við erum allir í liðinu sem tapar.
Ég held hinsvegar að okkar galli sé ekki sá að við séum lélegri fótboltamenn en hinir. Ég held að okkur skorti agan, ákveðnina og viljann.
Staðan:
1. FC Ice 11 stig
2. BYGG 11 stig
3. Henson 10 stig
4. G&T 9 stig
5. Áreitni 9 stig
6. FC Keppnis 7 stig
7. Ernirnir 6 stig
8. RC Collins 4 stig
9. Boutros Ghali 3 stig
10. St. Styrmir 0 stig
Við erum staddir á vendipunkti sumarsins. Ætlum við að halda áfram að að kvitta undir eigin getuleysi eða ætlum við að gera það sem lagt var upp með. Við eigum enn möguleika. Það er stutt í toppinn og við eigum leiki eftir á móti þrem liðum fyrir ofan okkur. Liðum sem eru líklega sterkustu liðin í riðlinum. FC Ice, FC Keppnis og Henson.
Næsti leikur er á móti FC Keppnis, miðvikudaginn 8. ágúst.
Ég ætla ekki að koma með einhver slagorð eins og ,,við vinnum þann leik", ,,við tökum þá". Eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Því eins og staðan er núna bendir allt til þess að við töpum þeim leik með tilþrifum. Töpum líka á móti FC Ice, Henson og RC Collins. Gerum okkur grein fyrir stöðunni. Við erum í skítnum. Ætlum við að rífa okkur upp eða vera þar áfram?
Næsta æfing er á þriðjudaginn kl. 22. Frá og með þeirri æfingu eru átta dagar í næsta leik.
Þriðjudagur kl. 22
Miðvikudagur Frí
Fimmtudagur kl. 22
Föstudagur/Laugardagur/Sunnudagur/Mánudagur. Einhverjir fara útúr bænum. Hinir munu æfa eins og vitleysingar á meðan. Tímasetningar koma síðar.
Þriðjudagur kl. 22
Miðvikudagur FC Keppnis
Mögulega mun síðan koma inn æfingaleikur á móti 2. flokki eða einhverntímann á þessum átta dögum.
Púntar fram að næsta leik:
1. Skyldumæting á allar æfingar.
2. Eftir æfingar setjast menn niður, teygja, taka því rólega í amk fimm mínútur áður en þeir koma sér.
3. Ekkert hálfkák og djöfulsins kjaftæði.
Kristinn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sælir strákar, rakst á þessa síðu og ég verð bara að hrósa ritaranum fyrir góðan pistil.... ;)
Gangi ykkur vel í sumar.
P.S. Djöfullsins svekkelsi að tapa á móti ykkur, en þið eruð samt með fínt lið....
Aron G&T (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:37
sko ykkur vantaði auðvitað markamaskínuna og rangstöðusnillingin mig inná, sorry að ég skuli ekki vera á landinu í gegnum svona mikilvægan tíma. :D
hemmi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.