Leita í fréttum mbl.is

Leik frestað

Sælir drengir.

Eins og mönnum er eflaust kunnugt um átti leikurinn við Henson að vera á þriðjudaginn á Ásvöllum.

Eins og mönnum er eflaust kunnugt um einnig þá höfum við æft á Gróttuvellinum (gervigrasinu þar sem áður var malarvöllur) í sumar.

Eins og mönnum er eflaust kunnugt um einnig þá hafa Hensonliðar stolist á nokkrar æfingar þar líka.

Á þriðjudaginn er síðan spáð ömurlegu veðri. Stormviðvörun og læti.

Niðurstaðan er því sú að leikurinn við Henson verður ekki á þriðjudaginn heldur á föstudaginn og leikurinn verður ekki á Ásvöllum heldur á Gróttuvellinum góða.

Góð niðurstaða segi ég. Spilum seinasta leik sumarsins á föstudeginum og dettum síðan í gott geim á eftir. Allir sáttir? En þá er bara spurningin hvernig menn vilja haga því geimi.

20þúskall eftir í sjóðnum. Hvað eigum við að gera? Eyða öllu í öl? Redda einhverjum díl við veitingastað( og fá okkur að éta líka)/pöbb. Best væri náttúrlega ef einhver gæti hýst partý á föstudaginn..

Annars eru æfingatímar vikunnar líklega einhvernveginn svona:
Mán kl 18
Þri kl 18
Mið kl 18

Er ekki almennt fílingur fyrir því að taka seinustu vikunna með trompi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeg kemst ekki á æfingu á þriðjudaginn og svo kemst jeg væntanlega ekki á föstudaginn. jeg er að fara í einhva staffa ferðalag með selinu (súrt). En gott múf samt að hafa leikinn á heimavellinum og á föstudegi. Jeg mun hugsa til ykkar. Kiss Kiss

Lalli Potter (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:20

2 identicon

líst vel á þetta...

Partý!

Villi (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:24

3 identicon

Ég segi að við reddum húsnæði, kaupum bjór fyrir allan peningin, risa partý, allir mæta, en þeir sem borguðu ekki mæti kanski klukkutíma seinna en hinir svo þeir sem borguðu fái forskot á sæluna!

Ég mæli með að Siggi haldi partý, mér finnst hann vera soldið solleiðis.. ;) og gott partýhús...

Maggi (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:59

4 identicon

ég er heitari fyrir laugardeginum, föstudagar eru alltaf svo mikið semi í bænum t.d.

leibbi (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:11

5 identicon

sammála síðasta meistara! laugardagurinn er tha bomb!

Brynjar (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:25

6 identicon

Bíddu á Laugardaginn er meistari Cornell að spila. Er föstudagurinn virkilega svona slæmur?

Aron Ívars (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:26

7 identicon

næstkomandi föstudag munu ernir fljúga um bæ Reykjavíkur.. !

fan (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ernirnir

Ernirnir
Utandeildarliðið Ernirnir var stofnað 1. júlí 2006. Ernirnir eru knattspyrnulið. Ernirnir eru af Seltjarnarnesi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband