Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Röfl Maó

Nú fer að styttast í búningana og þess vegna grætur mig að aðeins 16 manns séu búnir að borga þennan 6000kall.

Þar sem við þurfum jú líka að borga þetta fokkin þátttökugjald fyrir utandeildina og utandeildarrukkararnir eru byrjaðir að froðufella verð ég því miður að rukka menn um 4000 kall í viðbót. Dýr pakki fyrir skuldarana það. Ég var nú að vonast eftir því að geta rukkað menn um minna í lokagreiðslunni, en þar sem ekki er hægt að treysta á peninga þeirra sem ekki borga verður þetta víst að vera svona.

Höfum það á hreinu að það fær enginn búning nema hann sé búinn að borga fyrir hann. Höfum það líka á hreinu að þeir sem ekki borga verða ekki með á miðvikudaginn. Það er nægur mannskapur og ekki halda að menn komist upp með það að vera í liðinu, óborgaðir. Það er útborgunardagur á föstudaginn og enginn ætti að vera svo mikill aumingi að ráða ekki við þetta.

Reikningsnúmerið er:
101-05-269447
kt. 2312874189

Svo framarlega sem að menn séu ekki svikulir aumingjar og nískupúkar ætti greiðslum sumarsins og ársins að vera lokið með þessum 4000 kalli.

Kristinn


Fyrsta tap Arnanna staðreynd

Þetta má aldrei gerast aftur!

Drengir mínir. Þessari tilfinningu megið þið ekki gleyma. Þegar þið gerðuð ykkur ljóst að þið hefðuð tapað leiknum. Þegar helvítin skoruðu þriðja markið, rétt eftir að við höfðum jafnað.

Þetta var ömurlegur leikur. Náðum aldrei neinu spili og einhvern veginn var þetta aldrei að virka. Þetta clickaði ekki.

Hvers vegna?
Menn kannski ekki alveg klárir á stöðunum sínum, touchið, snerpan og e.t.v úthaldið ögn ábótavant. Lítill völlur, feitu kallarnir gátu lokað á spilið okkar og stungurnar full auðveldlega.

Hvað ætlum við að gerast til að koma í veg fyrir að þetta komi nokkurn tímann fyrir aftur?
Æfa eins og menn. Snertingabolti, EKKI fækka æfingum, reyna að bæta leikskilningin um leið og við reynum að bæta snerpuna, auka hraðan og bæta úthald.

Þetta þurfum við að fixa fyrir næsta leik.
Næsti leikur
Ernirnir vs. Hommarnir Miðvikudaginn 4. júlí kl 20:30 Framvelli.

Við höfum 10 daga til stefnu.

Þvert á það sem margir gætu haldið verða hommarnir ekkert walk in the park. Þeir töpuðu áðan 7-1 fyrir G&T. Við unnum G&T jú, en á móti vantaði lykilmenn í G&T á móti okkur þar sem þeir voru að spila annan leik sama daginn. Fjórir markaskorarar á móti hommunum voru ekki með á móti okkur. Þar á móti verða sex kanónur ekki með í leiknum á móti Hommunum vegna einhverra hippatónleika í Baunaveldi. Þetta eru:

Jónki
Frændi
Brynjar
Hlynur
Krissi
Jónsi

Sterkir leikmenn. Fimm þessara manna hafa byrjað báða leikina.

Þetta þýðir náttúrlega bara að hinir verða að rísa upp og axla enn meiri ábyrgð. Þetta sem gerðist í kvöld má ekki aftur gerast. Þetta var ömurlegt. Ernirnir eru ekki að fara að tapa öðrum leik í utandeildinni í sumar.

Æfingaplan fram að leik:
Þri 26. Gervigras kl. 22
Mið 27. Gervigras kl. 20/22 Þið ráðið
Fim 28 Gervigras kl. 22 (Leikur á vellinum kl. 20)
Fös 29 Lindó kl. 19 og 21 (Leikur hjá meistara kl. 20 - Fínt líka að komast í smá bolta á Lindó. Æfir snerpuna. Skipta þá liðinu í tvö holl - tvær æfingar)
Sun 1 Gervigras kl. 19
Mán 2. Gervigras kl. 20
Mið 4. Leikur

Þetta má aldrei gerast aftur!
Speak up! - Endilega tjáið ykkur á komentakerfinu.

Kristinn


Það sem framundan er

Góðan og blessaðan daginn drengir!

Og til hamingju með þjóðhátíðardaginn!

Nú er fyrsti leikur Arnanna að baki en eins og allir málsmetandi menn muna fór endaði hann með 2-1 stórsigri Arnanna gegn öreigunum í Bombay Sapphire & Schweppes.

Næsti leikur er á sunnudaginn við hina makalausu Áreitnis-menn. 7 dagar í leik og ekki seinna vænna að rífa sig upp eftir kröftugt helgarfrí.

Æfingaprógramm fram að leik er sem hér segir:

Mánudag kl. 21
Þriðjudag kl. 22
Miðvikudagur FRÍ
Fimmtudag kl. 21:30
Föstudagur FRÍ
Laugardag kl. 16
Sunnudagur Ernirnir vs. Áreitni Ásvellir kl 18

Sjáumst á morgun drengir!
Sæler!
Knattspyrnustjóri Kristinn

P.S. Síðan vil ég minna þá sem voru svo elskulegir að taka að sér dómgæslu mánudag og þriðjudag á að þeir eigi að dæma. Verið mættir 10mín fyrir leik.

Grótta vs. ÍBV 4.fl A
mán 1700
dómari: Hlynur
lína: Smári
lína: Aron Lee

Grótta vs. ÍBV 4.fl B
Mán 1830
dómari: Hlynur
lína: Smári
lína: Aron Lee

Grótta vs. HK 4.fl C
Þri 1700

dómari: Villi
lína: Aron Lee
lína: Helgi


Helstu niðurstöður fundarins

Já sælir.

Á fundinum kom margt gott og skemmtilegt fram. Jújú fyrsti leikurinn er þann 13. júni, miðvikudaginn eftir níu daga. Þannig að hlutirnir þurfa að fara að gerast.

Ási hringdi í mig og bauð okkur völlinn, þrisvar í viku (ábyggilega oftar ef við viljum.) Gegn því að við myndum dæma fyrir hann einhverja leiki í yngri flokkunum. Samtals eru þetta 42 störf sem þarf að fylla. Miðað við sextán manna hóp eru þetta 2-3 leikir á mann sem þyrfti að dæma. Dómgæslan yrði algjörlega á okkar ábyrgð. Við þyrftum að manna þessa leiki sjálfir -ekkert væl. Þetta væru okkar leikir.

Gegn þessu myndum við semsagt fá völlinn (ekki á præm tæm) þetta nokkrum sinnum í viku. Einnig gætum við fengið búningasett lánað frá þeim, ef við vildum. Einnig myndi þetta gefa okkur talsvert gúddwill gagnvart styrkbeiðni fyrir alla peningana sem við þurfum að borga.
Þess yrði ætlast af okkur að við myndum koma fram undir merkjum Gróttu (í einhverju formi (Ernirnir - Grótta B?). Við yrðum hálfgerðir Old-Boys. Reddingamenn sem redda hlutum fyrir Gróttu(Reddum 42 dómurum/línuvörðum) en fáum í staðinn völl, aðstöðu og e.t.v styrki frá bænum.

Öll þessi mál verða athuguð á morgun - vonandi kominn á hreint annað kvöld. Nema búningarnir. Ákvörðun hefur verið tekin varðandi þá. Í sumar munum við spila í Celtic-búningum en í staðinn fyrir græna litinn verður blár litur. Farið verður í það á morgun að ganga frá þeim díl við Henson. Merkið verður hugmynd Jónka. Gróttumerkið gula og bláa með erninum en í staðinn fyrir að það standi Grótta í merkinu mun standa Ernirnir. En nú hinsvegar kemur sér hinsvegar vel að hafa borgað 1500-kallinn. Við borgum 6000-kall fyrir búninginn nema þeir sem eru búnir að borga staðfestingargjaldið:

Gunni
Smári
Hlynur
Villi
Brynjar
Kristján
Kriss
Lars
Helgi

Þeir borga 4500 kall. Jón Ingi borgaði 1500-kallinn tvisvar og þarf því að borga 3000 kall. Frændi minn borgaði þúsund kall og þarf því að borga 5000þús kall.

Aðrir borga 6000 kall.

Reikningsnúmerið er: 101-05-269447
kt. 2312874189

Setja nafn eða kt. með svo ég viti hverjir eru búnir að borga.

Þeir sem eru búnir að borga 5000-kallinn sem ég talaði um áðan á fundinum vill ég biðjast afsökunar á fyrir óþægindin.
Þátttökugjaldið munum við setja á örlítin ís meðan öll þessi vallarmál og styrkjamál komast á hreint. En ekki eyða peningunum strax - því þau ættu að komast á hreint á morgun og þá er ekki ólíklegt að ég rukki ykkur um annan 5þúsund kall. Við þá sem eru búnir að borga 11þús kallinn sem ég hafði talað um vil ég biðjast afsökunar. And of the day mun enginn samt sitja uppi með að hafa borgað meira en annar. - (Og þeir borga ekki neitt - spila ekki neitt og fá ekki búning)

En búningana þurfum við að græja á morgun. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir sem ætli sér að vera með í Örnunum í sumar borgi sinn pening. Á MORGUN, ef ekki búnir að því. Því án penings getum við ekki keypt búninga. Ef fimm verða búnir að borga - kaupum við fimm búninga...o.s.fr. Semsagt - greiðslan fyrir þennan búning er MJÖG áríðandi.

Styttist í leik.
Í dag, mánudag eru níu dagar í leik. Leikurinn verður gegn liði sem kallar sig G&T.

Hvað sem hægt er að segja þá getum við gert rosalega mikið á níu dögum. Fengið örlítið betra touch, rifjað upp hvernig á að spila á stórum velli, og þá komu löngu sendingarnar, úthaldið og snerpan kannski örlítið betri, meiri samhæfing og síðast en ekki síst - rifja það upp hvernig á að dekka svona stórt svæði - (annað en á Lindó þar sem við spilum 5x5 og enginn þarf að dekka stærra svæði en torfuna sem hann stendur á).

Semsagt:
Æfing á morgun kl. 22 - Gervigras
Æfing miðvikudag kl. 22 -Gervigras
Æfing fimmtudag kl. 22 - Gervigras.

Annað verður tilkynnt síðar.
Heyri í ykkur á morgun drengir.
Góða nótt.
Kiddi


Ernirnir

Ernirnir
Utandeildarliðið Ernirnir var stofnað 1. júlí 2006. Ernirnir eru knattspyrnulið. Ernirnir eru af Seltjarnarnesi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband