Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
6.9.2007 | 23:36
PS
Fyrir þá sem ekki eiga Arnarbúning...en hafa áhuga á að eignast slíkan
Býðst búningur á frábæru tilboðsverði. 4000kr.
Eiguleg flík, seld undir kostnaðarverði. Ágoði fer óskiptur í Stórveislu Stórveldis.
Er einnig vinsæll í afmælis og jólapakka.
6.9.2007 | 23:03
Morgundagurinn
Heilir og sælir drengir.
Það eru vondar og góðar fréttir.
Góðu fréttirnar eru þær að Lokahóf Arnanna eða Stórveisla Stórveldis eins og ég kýs að kalla það verður heim hjá Frikka annað kvöld. Frikki er svo vænn að ætla að hýsa okkur og er honum þakkað innilega fyrir það.
Vondu fréttirnar eru hinsvegar ansi leiðinlegar. Leiknum við Henson hefur verið frestað!
Vantar dómara og helgarpabbarnir í Henson þurfa að vakna snemma á laugardagsmorguninn til að fara með krakkana sína í kolaportið (og eru að spila á einhverju helvítis háskólamóti). Gífurleg vonbrigði, en lítið við því að gera. Stemmt verður að því að spila leikinn í næstu viku. Vonandi hér útá Nesi. Sá leikur mun líklega fara fram með léttu ívafi af beggja liða hálfu.
Já ég veit drullusúrt.
En þrátt fyrir að það sé engin leikur þá þýðir það ekki að menn geti tekið því rólega.
Skellum okkur í eina virkilega góða æfingu kl. 7. Skiptum í tvö ellefu manna lið. Appelsínugulu eldinguna og Astrópíu. Spilum 2x40. Reynum að hafa þetta svoldið alvöru, svona í sárabætur.
Verum mættir út á völl 10-15 mínútur fyrir Sjö. Verum búnir að skipta í lið fyrir kl. Sjö og byrjum á slaginu 7.
Semsagt:
Dagskrá
kl. 19 Appelsínugula eldingin vs. Astrópía
Eftir leik: Sturta og snyrtering og kannski eilítill matarbiti.
Eftir sturtu og snyrteringu: Stórveisla Stórveldis
P.S. Það eru margar lifrar sem þarf að eyðileggja og Arnarsjóðurinn hefur því miður ekki bolmagn í að skemma þær allar. Komið með ykkar eigin. Lítið á hitt sem yndisauka, óvæntan glaðning.
Skemmtið ykkur!
6.9.2007 | 23:00
Ársuppgjör Arnanna 2007
Ársuppgjör Arnanna 2007
i
Tekjur
Kiddi 10.000
Jóngi 10.000
Gunni 10.000
Smári 10.000
Villi 10.000
Brynjar 10.000
Lars 10.000
Guffi 10.000
Kriss 10.000
Leifur 10.000
Jónki 10.000
Lallib 10.000
Maggi 10.000
Siggi 10.000
Aron 10.000
AronÍ 10.000
Frikki 10.000
Gunni Örn 10.000
Árni 10.000
Valli 10.000
Beggi 10.000
Addi 10.000
Helgi 10.000
Hlynur 6.000
Hjörtur 6.000
Hemmi 6.000
Gummi Pé 4.500
Kristján 1.500
Frændi 1.000
--------------------------------------------------
Samtals= 255.000
ii
Útgjöld
Utandeild staðfestingargjald 25.000
Utandeild lokagreiðsla 85.000
Búningar, Peysur, vesti 110.000
Boltakaup 5.000
Stórveisla Stórveldis 25.000
Annar kostnaður 5.000
--------------------------------------------------
Samtals= 255.000
iii
Staða
Tekjur 255.000
Útgjöld 255.000
--------------------------------------------------
Staða= 0kr
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 08:32
Leik frestað
Sælir drengir.
Eins og mönnum er eflaust kunnugt um átti leikurinn við Henson að vera á þriðjudaginn á Ásvöllum.
Eins og mönnum er eflaust kunnugt um einnig þá höfum við æft á Gróttuvellinum (gervigrasinu þar sem áður var malarvöllur) í sumar.
Eins og mönnum er eflaust kunnugt um einnig þá hafa Hensonliðar stolist á nokkrar æfingar þar líka.
Á þriðjudaginn er síðan spáð ömurlegu veðri. Stormviðvörun og læti.
Niðurstaðan er því sú að leikurinn við Henson verður ekki á þriðjudaginn heldur á föstudaginn og leikurinn verður ekki á Ásvöllum heldur á Gróttuvellinum góða.
Góð niðurstaða segi ég. Spilum seinasta leik sumarsins á föstudeginum og dettum síðan í gott geim á eftir. Allir sáttir? En þá er bara spurningin hvernig menn vilja haga því geimi.
20þúskall eftir í sjóðnum. Hvað eigum við að gera? Eyða öllu í öl? Redda einhverjum díl við veitingastað( og fá okkur að éta líka)/pöbb. Best væri náttúrlega ef einhver gæti hýst partý á föstudaginn..
Annars eru æfingatímar vikunnar líklega einhvernveginn svona:
Mán kl 18
Þri kl 18
Mið kl 18
Er ekki almennt fílingur fyrir því að taka seinustu vikunna með trompi?